þarna var ég.


það er, Alex og
þrír vinir mínir.


Sem eru, Pete,
Georgie og Dim.


Og við sátum á Mjólkurbarnum
Korova og brutum heilann um...


hvað gera ætti við kvöldið.


Korovabarinn seldi plúsmjólk.


Vellocet-plúsmjólk eða
synthemesc eða drencrom...


og þetta drukkum við.


þetta gerir mann beittari...


og tilbúnari í ögn af
hinu gamla ofurofbeldi.


Í Dublin hinni mætu borg


þar sem stúlkurnar eru sætar


Ég sá hana fyrst


Hana ljúfu Molly Malone


Er hún ýtti hjólbörum sínum


Um götur bæði breiðar og smáar


Kallandi, "Kuðungar og kræklingur... "


Eitt þoldi ég aldrei...


að sjá gamlan ógeðslegan
og skítugan róna...


gólandi söngva
forfeðra sinna...


og ropandi þess á milli...


líkt og gömul skítahljómsveit
væri í andfúlum iðrum hans.


Ég þoldi ekki að sjá neinn
svona, sama á hvaða aldri.


En þó sérstaklega ekki
gamlingja, eins og þennan.


Bræður mínir, eigið þið
einhverja aura aflögu.


Drepið mig bara, úrkynjuðu heiglar!
Ég vil ekki lifa hvort sem er.


Ekki í hryllilegum heimi
eins og þessum.


Og hvað er svo hryllilegt
við hann?


Hann er hryllilegur af því lög
og reglur eru ekki til lengur.


Hryllilegur af því æskunni
er leyft að traðka á ellinni...


eins og þið gerið.


þetta er ekki lengur heimur
fyrir gamlan mann.


Hverskonar heimur er þetta?


Menn á tunglinu.


Menn hringsnúast
umhverfis jörðina.


Og ekkert er hugsað um...


lög og reglur
jarðarinnar lengur.


Ô kæra land


Ég barðist fyrir þig


það var í yfirgefna spilavítinu
sem við hittum Billy-boy...


og vinina hans fjóra.


þeir voru að fara að
gera svolítið af hinu gamla...


inn-út, inn-út á ungri
grátandi stúlku sem þar var.


Jæja, er þetta ekki feiti,
illa lyktandi...


Billy-boy geithafurinn,
í eitrinu.


Hvernig hefur þú það...


þú klístraða flaska af ódýri,
illa lyktandi flöguolíu?


Komdu og fáðu þér einn í eistun...


ef þú hefur þá nokkur...


geldingsmaukið þitt.


Strákar, í þá!


Löggan!


Svona. Förum!


Durango-bíllinn árgerð 95
malaði hryllilega vel í burtu.


Ljúf, heit og titrandi tilfinning
fór um garnir okkar.


Fljótlega komu tré og myrkur,
bræður mínir...


reglulegt sveitamyrkur.


Við lékum okkur að öðrum
ferðamönnum næturinnar...


í leiknum, svín götunnar.


Síðan héldum við vestur.


Við vorum á höttunum
eftir gömlu óvæntu innliti.


Reglulega krassandi...


og skemmtilegu og fullu
af hinu gamla ofurofbeldi.


HEIMILI


Hver getur þetta verið?


Ég fer og athuga það.


Já, hver er þetta?


Afsakið, getur þú hjálpað?
það varð hræðilegt slys.


Vini mínum blæðir út.
Get ég fengið að hringja?


Við erum ekki með síma.
þú verður að fara annað?


En, frú, þetta er spurning
um líf eða dauða.


Elskan, hver er þetta?


Ungur maður.
Hann segir að það hafi orðið slys.


Hann vill fá að hringja.


Ég held að þú ættir að
hleypa honum inn.


Eitt augnablik.


Fyrirgefðu, en við hleypum
ókunnugum yfirleitt aldrei inn...


Hvað viljið þið?


Pete, athugaðu allt
húsið. Dim...


Ég syng út í rigningunni


Syng bara út í rigningunni


þetta er frábær tilfinning


Hamingjusamur á ný


Ég hlæ að skýjunum


Dimmum fyrir ofan mig


Í hjart mínu er sólin


Og ég er tilbúinn að elska


Lát stormskýjin hrekja


Alla í burtu


það má rigna og rigna


Ég brosi út að eyrum


Ég mun ganga um götur


Með bros á vör


Og ég syng


Bara syng...


út í rigningunni.


Horfðu núna á, litli bróðir.


Horfðu núna vel á.


Við vorum allir pínulítið
reyttir og þreyttir og tættir...


því kvöldið hafði útheimt
svolítið af krafteyðslu.


Svo við losuðum okkur við bílinn
og fengum okkur einn á Korovabarnum.


Halló, Lucy.


Mikið að gera?


Við vorum að vinna
á fullu líka.


Afsakaðu mig, Luce.


þarna voru nokkrir hártogarar
úr sjónvarpsverinu á horninu...


hlæjandi og blaðrandi.


Stúlkan blaðraði fullkomlega
ómeðvituð um hinn vonda heim.


Allt í einu var platan
plokkuð af fóninum.


Og í stuttu þögninni sem
sem kemur á milli platna...


brast stúlkan allt í einu í söng.


Ágætu bræður, á einu
augnabliki var eins og...


fagur fugl hefði flogið
inn á mjólkurbarinn.


Og ég fann hvernig
öll litlu hárin á líkama mínum...


risu.


Og hrollur skreið um mig
eins og litlar hægfara eðlur...


og síðan af mér.


Af því ég þekkti
það sem hún söng.


það var brot úr himneskri
9. sinfóníu Ludwig vans.


Fyrir hvað var þetta?


Fyrir að vera úrhrak
sem enga mannasiði kann.


Og fyrir að vita ekki hvernig
eigi að haga sér á mannamótum.


Ég er ekki hrifinn af því
sem þú gerðir.


Og ég er ekki bróðir þinn lengur
og vil það ekki heldur.


Passaðu þetta.


Passaðu þetta ef þú óskar þess að
halda áfram að vera á lífi.


Eistu!


Fáðu þér stór, hoppandi eistu.


Ég skal mæta þér með
keðju eða kuta eða rakhníf.


Ekki færðu höggstað á mér
að ástæðulausu.


Ástæðu skaltu hafa.
Öðruvísi hef ég það ekki.


Ég er til í hnífabardaga
hvenær sem er.


Doobidoob.


Kannski eru við
allir ögn þreyttir.


Segjum ekkert meira.


það er kominn háttatími.


því er best að við höldum
heim á leið og leggjum okkur.


Rétt, rétt?


Ég bjó heima hjá
mömmu og pabba...


í bæjarblokk 18-A,
í norður-Línu.


þetta hafði verið frábært kvöld.


Og núna þurfti ég að
gefa því fullkominn endi...


með ögn af hinum gamla Ludwig van


Ô, alsæla!


Alsæla og himnaríki!


þetta var fegurðin og
stórkostleikinn holdi klædd.


Eins og sjaldgæfur fugl
að spinna himnaríkisstreng.


Eða eins og silfrað vín
flæðandi um geimskip...


þyngdarlögmálið glatað og gleymt.


Svona voru sýnir mínar...


meðan ég lá þarna.


Alex. Alex!


Hvað viltu?


Alex, klukkan er orðin átta.


Sonur, þú vilt ekki verða
of seinn í skólann.


Mamma, ég er með
svolítinn höfuðverk.


Láttu okkur vera,
ég vil sofa þetta úr mér.


Eftir það verð ég við hestaheilsu.


En, þú hefur ekki farið
í skólann alla viku.


Verð að hvílast, mamma.


Verð að ná mér.


Annars missi ég enn meira
úr skólanum.


Ég set morgunmatinn inn í ofninn.
Ég verða að koma mér núna.


Fínt, mamma. Gangi þér vel
í verksmiðjunni.


Pabbi, honum líður
ekki heldur vel í dag.


Já. Já, ég náði því.


Veistu hvenær hann kom heim?


Nei, ég veit það ekki.
Ég tók svefnpillur.


Gaman væri að vita...


hvar hann vinnur á kvöldin.


Eins og hann segir...


þá er það aðalega hin
og þessi störf.


Hjálpar til...


hér og þar, líklega.


Hæ, hæ, hæ,
herra Deltoid.


Óvænt ánægja að
sjá þig hér.


Alex minn. Ertu bara
vaknaður, já?


Ég hitti móður þína
á leiðinni í vinnuna, já?


Hún lét mig fá lykilinn.


Hún talaði eitthvað
um verk einhvers staðar.


þar af leiðandi ekki
í skólanum, rétt?


Ég vil frekar þola
höfuðverk, hr. bróðir.


þetta ætti að vera
búið eftir hádegi.


Eða örugglega í kvöld, já.


Gaman á kvöldin,
er það ekki, Alex minn?


-Viltu tebolla, herra?
-Enginn tími.


Sestu, sestu, sestu!


Hverju þakka ég
þennan mikla heiður?


Er eitthvað að, herra?


Að? Af hverju heldurðu
að eitthvað sé að?


Gerðir þú eitthvað sem
þú máttir ekki gera?


Sagði bara svona.


Já og betrunnar-
fulltrúi þinn sagði bara...


að þú ættir að passa þig,
Alex litli.


því næst verður það
ekki betrunnarskólinn.


Heldur Barley-fangelsið
og öll mín vinna ónýt.


þó þú berir enga viðingu
fyrir sjálfum þér...


þá ættirðu að virða mig.
Ég sem hef svitnað yfir þér.


Stórt, svart merki, fyrir
þá sem við endurheimtum ekki.


Misheppnunnarjátning
fyrir hvern ykkar...


sem endar í steininum.


Ég hef ekkert brotið af mér.


Löggan hefur ekkert
á mig, bróðir.


Ég meina herra.


Slepptu þessu hjali um lögguna.


Bara af því að löggan
hefur ekki náð í þig...


þýðir ekki að þú hafir
ekki framið nein skítverk.


það var skítverk framið í gærkvöldi.
Reglulega hryllilegt skítverk, já?


Nokkrir af vinum
Billy-boys lentu á slysó.


þitt nafn var nefnt.


Ég frétt af þessu
eins og venjulega.


Vissir vinir þínir voru
einnig nefndir.


Enginn getur sannað neitt um neinn,
eins og alltaf.


Ég er að aðvara þig,
Alex litli...


af því ég er ávallt góður
vinur þinn...


sá eini, í þessu sára og
þjáða samfélagi...


sem vill bjarga þér
frá sjálfum þér.


Hvað hleypur alltaf í þig?


Vandamálið hefur verið í
rannsókn í næstum því heila öld.


En við erum engu nær
eftir allar þessar rannsóknir.


þú átt gott heimili hér.
Góða, ástríka foreldra.


Heili þinn er ekki sem verstur.


Er það einhver djöfull
sem skríður inn í þig?


Enginn getur sakað mig um neitt.


Ég hef ekki lent í löggunni
í langan tíma.


það gerir mig áhyggjufullan.
Of langt síðan til að vera gott.


þú ættir að vera byrjaður
samkvæmt mínum bókum.


þess vegna er ég að vara þig við...


til að þitt fagra andlit
lendi ekki í skítnum.


Er þetta á tæru?


Eins tært og vatn, herra.


Eins tært og heiðblár
himin á hásumarsdegi.


þú getur treyst mér, herra.


Afsakið, bróðir.


Ég pantaði þetta fyrir 2 vikum.
Geturðu athugað ef það er komið.


Andartak.


Fyrirgefið, dömur.


Er þetta gott, ástin?


Ögn kalt og tilgangslaust,
er það ekki, ástin mín?


Hvað kom fyrir þinn,
systir mín litla?


Hvern á að kaupa, frekja?


Goggly Gogol?
Johnny Zhivago?


Himnaríki 17?


Á hvernig tækjum spilar
þú þína loðnu söngva?


Ég þori að veðja að
þú ert með lítið ferðatæki.


Komið með frænda
því þá heyrið þið allt.


Englatrompeta og djöflabásúnur.


Ykkur er boðið.


Hæ, hæ, hæ, þarna.


Jæja, halló.


Hér er hann.
Hann er kominn!


Húrra!


Jæja, jæja, jæja,
jæja, jæja, jæja!


Hverju á ég að þakka þessa ánægju
sem þessi óvænta heimsókn veitir mér?


Við vorum áhyggjufullir.


þarna svölluðum við
á gamla mjólkurbarnum


og þú lést ekki sjá þig.


Og þá héldum við að
þú hefðir kannski...


móðgast út af einhverju.


Svo við komum hingað.


Fyrirgefið.


Mig þjáði einhver verkur
í höfðinu, svo ég þurfti svefn.


Ég átti erfitt með að
vakna þó ég hefði viljað.


Leiðinlegt með verkinn.


Notar hausinn of mikið, kannski.


í skipanir og aga og
þvílíkt, ef til vill.


Ertu viss um að
verkurinn sé farinn?


Værir þú ekki bara
hamingjusamari í rúminu?


Við skulum hafa eitt
á fínu og freyðandi hreinu.


þessi kaldhæðni,
ef ég má kalla það svo...


á ekki við ykkur,
litlu bræður mínir.


Sem vinur og foringi á ég rétt á
að vita hvernig gangi.


Nú, jæja, Dim.


Hvað mun þetta mikla
hrossaglot og gláp þýða?


Heyrðu, ekki níðast
á Dim meira, bróðir.


það er nýja reglan.


Nýja reglan? Um hvaða
nýju reglu ertu að tala?


það er eitthvað baktjalda-
makk í gangi, það veit ég.


Ef þú endilega vilt, þá það.


Við förum um rænandi...


en litlir peningar koma
í okkar hlut.


Og enski-Villi á kaffihúsinu...


segist geta náð sér í allt
það sem strákur stelur.


Skínandi dótið. Ísinn.


Enski-Villi segir að mikið
fé sé fáanlegt.


Og hvað ætlar þú að
gera við mikið, mikið fé.


Hefur þú ekki allt
sem þú þarft?


Ef þú þarft bíl tínir
þú hann af trjánum.


Ef þú þarft peninga
þá tekur þú þá bara.


Bróðir, þú hugsar og talar
stundum eins lítið barn.


Í nótt fremjum við stórrán.


Gott. Mjög gott.


Fumkvæði kemur til þeirra sem bíða.


Ég hef kennt ykkur margt,
litlu vinir mínir.


Segðu mér, Georgie-boy,
hvað hafðir þú í huga?


Fyrst gömlu plúsmjólkina.
Er það ekki?


Eitthvað til að skerpa okkur.


Sérstaklega þig.
Við höfum forskot.


Er við gengum meðfram vatninu...


sýndist ég rólegur en
var allan tíman að hugsa.


Svo núna var Georgie generállinn...


að segja hvað við ættum
að gera og ekki gera.


Og Dim var heilalausi,
glottandi bolabíturinn hans.


En allt í einu sá ég að
hugsun var fyrir þá vitlausu...


og að þeir gáfuð fengu innblástur
og það sem guð sendir.


Og núna kom fögur
hljómlist mér til hjálpar.


Gluggi var opinn með
hljómtækin í gangi...


og þá sá ég hvað
ég átti að gera.


Ég skar ekki á neina
af aðal köplum Dims.


því með hjálp hreins vasaklúts...


stoppaði rauða rauða
blóðið fljótlega.


Og auðvelt var að róa
særðu hermennina tvo niður...


í hlýjunni hjá hertoganum
af New York.


Nú vissu þeir hver var meistari
og foringi þeirra.


Kindur, hugsaði ég.


En alvöru foringi
veit alltaf hvenær á að...


vera örlátur og sýna
þegnum sínum veglyndi.


Nú erum við aftur þar sem við vorum.


Já?


Eins og áður, og allt gleymt?


Rétt, rétt, rétt?


Rétt.


Rétt.


Rétt.


Jæja, Georgie-boy...


hvað vildir þú gera í kvöld?
Segðu okkur allt um það.


Ekki í nótt.


Ekki þessa nótt.


Svona, svona, svona,
Georgie-boy.


þú ert stór og sterkur
strákur eins og við allir.


Við erum ekki lítil börn,
er það, Georgie-boy?


Nú, hvað hefur þú þá í huga?


það er þetta heilsubýli.


Ögn fyrir utan bæinn.


Einangrað.


Býlið er í eigu ríkrar gellu sem býr
þar með með kisunum sínum.


Staðnum hefur verið lokaður í viku
og hún er algjörlega ein.


Allt er fullt af gulli
og silfri...


og gimsteinum.


Segðu mér meira, Georgie-boy.
Segðu mér meira.


Ó, helvíti!


Hver er þar?


Afsakið, getur þú
hjálpað okkur?


það varð hroðalegt slys.


Get ég fengið að hringt
hjá þér á sjúkrabíl?


Mér þykir mjög fyrir því.


það er sími á bar
hér skammt frá.


Notaðu þann síma.


En frú, þetta er
neyðartilfelli.


Spurning um líf eða dauða.


Vinur minn liggur á miðri
götunni og blæðir út.


Mér þykir fyrir þessu en ég opna
aldrei fyrir ókunnugum eftir myrkur.


Allt í lagi, frú.


þetta er skiljanlegt
að þú sért tortryggin...


meðan óþokkar og fantar
gangalausir á nóttinni.


Ég reyni að fá hjálp á barnum.


Afsakaðu ónæðið.


þakka þér ynnilega fyrir.
Góða nótt.


Dim, beygðu þig niður.


Ég fer inn um gluggann
þarna og opna síðan.


Halló. Lögreglustöðin
í Radlett-bæ?


Gott kvöld. þetta er ungfrú
Weathers á Woodmere-býlinu.


Afsakið ónæðið, en eitthvað
skrítið var að gerast hér.


það var líklega ekkert,
en maður veit aldrei.


Ungur maður hingdi bjöllunni,
og bað um að fá að hringja.


Hann sagði að það hefði
orðið eitthvað slys.


það sem stuðaði mig
var það sem hann sagði.


Orðalag hans líktist
því sem var í blaðinu í dag...


um árásina á skáldið
og konu hans.


Fyrir nokkrum mínútum.


Ef þú held að það
sé nauðsynlegt.


En ég er viss um að
hann sé farinn núna.


Allt í lagi.


þakka þér ynnilega fyrir.


Hæ, hæ, hæ, þarna.


Gaman að hitta þig.


Samtalið í bréfalúunni
var ekki mjög fullnægjandi.


Hver ertu?


Hvernig í andskotanum
komstu hingað inn?


Hvað í andskotanum
þykistu vera að gera hér?


Skam, skam, skam!


Gamla viðbjóðslega druslan þín.


Hlustaðu nú,
litli skíthællinn þinn.


Snúðu við og farðu
út sömu leið og þú komst.


Láttu þetta vera.
Snertu þetta ekki!


þetta mikilsmetið listaverk.


Hvað í andskotanum viltu?


Ef ég má vera fullkomlega
hreinskilinn, frú...


þá er þetta alþjóðleg
nemendakeppni...


í blaðasölu.


Slepptu hótfyndninni,
sonur sæll...


og komdu þér í burtu
áður en þú hefur verra af.


Láttu þetta vera.
Og núna, út með þig...


áður en ég hendi þér út.


Vansæla, óþverrapadda!


þú munt sjá eftir að hafa
brotist in hjá góðu fólki.


Andskotans...


óþverra...


fantur!


-Förum. Löggan!
-Eitt augnablik, vinur.


Fantarnir ykkar!
Ég er blindur!


Ég er blindur, óþokkarnir ykkar!
Ég sé ekkert!


Gerið ykkur engar vonir,
litlu bræður mínir.


Ég mun ekki segja eitt
einast orð án lögfræðings.


Ég þekki lögin,
fantarnir ykkar.


Allt í lagi, Tom.


Við verðum að sýna Alex
að við þekkjum lögin líka.


En að þekkja lögin er ekki allt.


Ljótur skurður, Alex litli.


Sorglegt, er það ekki?


Spillti fegurð þinni.


Hver skar þig svona?


Hvernig gerðist þetta?


Hvað ertu að reyna
að segja, óþokkinn þinn?


þetta er fyrir fórnaramb þitt.


Hræðilegi...


viðbjóðslegi fanturinn þinn.


Taktið hann af mér!


Rotni fanturinn þinn!


Góða kvöldið, hr. Deltoid.


Góða kvöldið, foringi.


þeir eru í herbergi B.


þakka þér ynnilega fyrir.


Lögregluforingi...


Gott kvöld.


Góða kvöldið, umsjónarmáður.


-Viltu teið þitt núna, herra?
-Nei takk, undirforingi.


Get ég fengið nokkrar bréfþurrkur?


Við erum að yfirheyra fangann núna.


-Viltu koma inn fyrir?
-þakka þér ynnilega fyrir.


Gott kvöld, undirforingi.
Gott kvöld, allir.


Ó, guð! þessi drengur
lítur illa út, er það ekki?


Sjáið bara hvernig
hann er á sig kominn.


Ást ungalinganna
er eins og martröð.


Ofbeldi elur af sér ofbeldi.


Hann veitti mótspyrnu
við handtöku.


Að mínu mati er komið nóg.


Nú er komið nóg, já.


Og hvað með mig,
herra bróðir?


Taktu upp hanskann fyrir mig.
Ég er ekki svo vondur.


Ég leiddist út í þetta
vegna sviksemi annarra.


Hann þykist vera saklaus, herra.


Hvar eru mínir svikulu vinir.
Ekki láta þá sleppa.


þeir áttu hugmyndina, bræður.


þeir ýttu mér út í þetta.
Ég er saklaus!


þú ert núna morðingi,
Alex litli.


Morðingi.


það er ekki satt, herra.


þetta var mjög vægt högg.


Hún andaði, ég sver það.


Ég var að koma af sjúkrahúsinu.


Fórnarlamb þitt er látið.


þú ert að hræða mig.
Játaðu það, herra.


þetta er bara ný pyntinaraðferð.


-Játaðu það, herra bróðir.
-þú ert að kvelja sjálfan þig.


Ég bið til guðs að þessi
pína geri þig brjálaðan.


Ef þú vilt berja hann,
hafðu þá ekki áhyggjur af okkur.


Við getum haldið
honum niðri fyrir þig.


Hann hlýtur að vera
þér mikil vonbrigði, herra.


Hér byrjar hinn sorglegi
og harmþungni hluti sögunnar...


ó, bræður mínir og einu vinir.


Eftir réttarhöld, með
dómurum og kviðdómi...


og harðorðum ræðum gegn vini
ykkar og auðmjúkum sögumanni...


var hann dæmdur í 14 ára
fangelsi á stofnun 84-F...


á meðal illalyktandi fanta
og harðsvíraðra glæpamanna.


Áfallið kom pabba til að
steyta sárum hnefa sínum...


gegn óréttlátum guði
á sínum himni.


Og mamma grét í
sinni móðurlegu sorg...


yfir því að einkabarn
hennar og sonur...


hafði brugðist öllum.


Daginn.
Einn frá Thames, herra.


Rétt! Opnið klefann!


Já, herra.


Hér eru fangelsunnar
eyðublöð fangans.


þakka þér, herra.


-Nafn?
-Alexander DeLarge.


þú ert kominn í
Parkmoorfangelsið.


Héðan í frá áttu að ávarpa
allt starflið sem "herra" .


Nafn?


Alexander DeLarge, herra.


Refsing?


14 ár, herra.


Glæpur?


Morð, herra?


Rétt.
Handjárnin af honum, herra.


þú ert núna 655321 .


það er skylda þín
að læra þetta númer utan að.


þakka þér, herra.
Vel gert.


-þakka þér fyrir.
-Hleypið lögreglunni út.


Jæja, allt úr vösunum.


Sérðu hvítu línuna
á gólfinu...


beint fyrir aftan þig...


655321?


Tærnar þínar eiga að vera...


hinum megin við hana.


-Já, herra.
-Rétt.


Haltu áfram.


Taktu þetta upp...


og leggðu það niður
fallega.


Eitt hálfétið súkkulaði.


Nokkrir lyklar á
hvítum málmhring.


Einn sígarettupakki.


2 kúlupennar úr plasti.


Einn svartur, einn rauður.


Ein vasagreiða,
úr svörtu plasti.


Ein heimilisfangabók,
rautt gervileður.


Einn 10 skildingapeningur.


Eitt hvít armbandsúr úr málmi.


Armbandsúr, á hvítu
teiganlegu málmarmbandi.


Er eitthvað fleira í
vösum þínum?


-Nei, herra.
-Allt í lagi.


Staðfestu hér verðmæti
eigna þinna.


Tóbakinu og súkkulaðinu,
sem þú komst með...


taparðu...


því nú ert þú fangi.


Núna ferðu yfir að
borðinu og afklæðist.


Varstu í gæsluvarðhaldi í morgun?


Einn jakki, bláteinóttur.


Fangelsisvörslu?


Já, herra,
í gæsluvarðhaldi.


-Eitt hálsbindi, blátt.
-Trú?


E. þ. K., herra.


Meinar þú
Ensku þjóðkirkjunni?


Já, herra.
Ensku þjóðkirkjunni.


Brúnt hár, ekki rétt?


Skolhærður, herra.


Blá augu?


Blá, herra.


Notar þú gleraugu eða linsur?


Nei, herra.


Ein skyrta, blá.
Kragi áfastur.


Hefurðu þjáðst af
alvarlegum sjúkdómum?


Eitt stígvélapar,
með rennirás. Notuð.


Hefurðu þáðst af geðveiki?


Ertu með gervitennur
eða gervilimi?


Einar buxur, bláteinóttar.


Hefur nokkurn tíman
liðið yfir þig?


Eitt sokkapar, svart.


Ertu flogaveikur?


Einar nærbuxur,
með bláu mittisbandi.


Ertu núna eða hefurðu
einhvern tíman verið kynhverfur?


Ágætt.


-Mölflugnakúlurnar.
-Mölflugnakúlur, herra.


Núna, snúða að vegnum...


beygðu þig niður og
snertu tærnar á þér.


Einhverjir kynsjúkdómar?


Krabbar? Flatlús?


-þú ferð þarna í bað.
-Einn í bað.


Hvernig verður þetta, ha?


Verður þetta inn og út
af stofnunum eins og þessari...


yfirleit meira inn heldur en út,
fyrir flesta ykkar?


Eða ætlið þið að hlýða
kalli guðs...


og afplána þá refsingu
sem bíður óiðrandi syndara...


í næst lífi og þessu?


þið eruð ljótu fávitarnir...


að selja frumburðarrétt
ykkar fyrir kalda grautarskál.


Spenna þjófnaðarins.


Ofbeldisins.


Ákefðin að lifa auðveldu lífi.


Jæja, ég spyr ykkur
hvers virði er það...


þegar við höfum
óyggjandi sannannir...


já, óbreytanlegar sannannir...


um að helvíti er til?


Ég veit!


Ég veit, vinir mínir.


Mér hefur verið sagt...


í vitrunum...


að það sé til staður...


dimmari en nokkurt fangelsi...


heitari en nokkur
eldur hér á jörðu...


þar sem sálir...


iðrulausra glæpa-
syndara eins og ykkar...


þið skuluð ekki hlægja,
skammist ykkar! Ekki hlægja.


Ég sagði, sálir eins og ykkar...


öskra...


af endalausri og óþolandi angist.


Skinn þeirra...


rotnandi og flagnandi.


Eldhnöttur...


hringsnýst í öskrandi
iðrum þeirra!


Ég veit. Já, ég veit!


Allt í lagi, allir!
Við endum á sálmi 258...


sálmi fangans.


Og berum smá virðingu,
fantarnir ykkar.


Ég var reikul kind


-Syngið, ótugtirnar ykkar!
-Ég elskaði ekki réttina


Hærra!


Ég elskaði ekki rödd smalans


Mér var ekki stjórnað


Hærra!


þetta var ekki uppbyggjandi.
Alls ekki.


Nú hef ég verið tvö ár
í þessu helvíti og dýragarði.


Mér hefur verið misþrymt
af hrottalegum vörðum...


og hitt hef ég ósvífna
glæpamenn og kynvillinga...


sem allir voru tilbúnir
að slefa á...


unga gómsætan dreng
eins og sögumann ykkar.


Mitt starf var...


að hjálpa prestinum
með sunnudagsmessuna.


Hann var stór og þrekinn fantur.


En hann hafði mætur
á mér, af því ég var ungur...


og sýndi mikinn áhuga
á stóru bókinni.


Ég las allt um hýðingar
og krýningar með þyrnum.


Og ég hefði getað séð
sjálfan mig hjálpa til...


og jafnvel sjá um að
hýða og reka naglana inn.


Og klæðast fínustu
rómversku tískunni.


Ég var ekki eins hrifinn
af seinni hluta bókarinnar...


sem er meira eins og
endalaus prédikun...


í staðinn fyrir slagsmál
og gamla inn-út leikinn.


Best er þegar þessir
gömlu gyðingar slást...


og fá sér síðan
sitt hebreska víno...


og fara í rúmið með
þjónustustúlkum kvenna sinna.


þetta hélt mér gangandi.


"Leitist ekki eftir að vera
eins og vondir men.


Né þrá samneyti þeirra...


því heilar þeirra
kipuleggja rán...


og varir þeirra mæla svik."


Ef þér tapið voninni eða
þreytist á eymd dagsins...


þá mun styrkur þinn minnka.


Gott, sonur sæll. Ágætt.


Faðir?


Ég hef reynt, hef ég ekki?


það hefurðu, sonur sæll.


-Gert mitt besta, ekki satt?
-Svo sannarlega.


Ég hef aldrei verið fundinn sekur um
nein stofnunarbrot, hef ég?


Að sjálfsögðu ekki, 655321 .
þú hefur verið mjög hjálpsamur.


Og þú hefur sýnt ósvikna
löngun til að bæta þig.


Faðir...


má ég spyrja þig einnar spurningar?


Auðvita, sonur sæll.
Auðvita.


Er eitthvað sem angra þig,
sonur sæll?


Vertu ekki feiminn?


Manstu...


ég veit af...


launguninni sem getur
angrað unga menn...


sem sviptir hafa verið...


samneyti við konur.


það er ekki það, faðir.


það er um þennan nýja
hlutinn sem þeir tala um.


þessa nýju meðferð.


Sem leysir þig úr
fangelsi á engum tíma.


Og sér um að þú
farir aldrei aftur inn.


Hvar fréttir þú af þessu?


Hver hefur verið að
tala um þessa hluti?


þetta fréttist.


Tveir verðir voru
að tala um þetta.


Og einhver heyrði
það sem þeir sögðu.


Einnig fann einhver
dagblaðsnepil á verkstæðinu...


og í blaðinu var fjallað
um þetta.


Hvernig væri að setja mig
í þessa nýju meðferð?


Ég held að þú eigir við...


Ludovico-tæknina.


Ég veit ekki hvað
það er kallað.


Ég veit bara að það
kemur þér fljótt út...


og sér til þess að þú
farir aldrei aftur inn.


þetta hefur ekki verið
sannreynt, 655321 .


Satt að segja, er þetta enn
á tilraunastigi.


þetta hefur verið reynt,
er það ekki?


Ekki í þessu fangelsi.


Fangelsisstjórinn er mjög
efins um þetta.


Og ég hef heyrt að
þetta sé mjög hættulegt.


Mér er sama um hætturnar.


Ég vil bara vera góður.


Ég vil vera, það sem
eftir er ævinnar...


góður.


Spurningin er...


hvort þessi tækni geri mann
reglulega góðan.


Hið góða kemur innan frá.


Hið góða...


er val.


þegar maður getur ekki valið...


hættir hann að vera maður.


Ég skil ekki af hverju
og hvers vegna.


Ég bara veit að ég vil
vera góður.


Vertu þolinmóður, sonur sæll.


Settu traust þitt á guð.


Kenndu syni þínum
og hann mun endurnýja þig...


og mun veita sálu þinni gleði.


Amen.


-Undirforingi!
-Allir viðstaddir og réttir, herra!


Ágætt!


Allir viðstaddir og réttir, herra!


Fangar, stop!


Takið eftir!


Farið í tvær raðir...


upp við vegginn,
og horfið hingað.


Áfram, hreyfið ykkur!


Flýtið ykkur!


Hættið að tala!


Fangar tilbúnir í skoðun, herra!


Hvað eru margir í klefa?


4 í þessari álmu, herra.


Ef við troðum glæpamönnum
saman hvað fáum við í staðinn?


Samþjappaða glæpamennsku.
Glæpur í miðri refsingunni.


Sammála, herra. Við þurfum
stærri fangelsi, meira fé.


Ekki smuga, kæri félagi.


Stjórnin getur ekki lengur fylgt...


gamaldags hegningar-
kenningum.


Fljótlega nýtum við öll fangelsi
undir pólitíska andstæðinga.


Venjulegir glæpamenn verða
einfaldlega læknaðir.


Glæpalaunguninni verður eytt,
það er allt og sumt.


Öll framkvæmdin
tekur aðeins eitt ár.


Refsing hefur enga
þýðingu fyrir þá.


þeir hafa gaman af
því sem kallað er refsing.


það er rétt, herra.


Snarhaltu kjafti!


Hver sagði þetta?


Ég, herra.


Hvernig glæp framdir þú?


Morð að óyfirlögðu ráði, herra.


Myrti konu á hrottalegan hátt
til að fullkomna innbrot.


Fjórtán ár, herra.


Framúrskarandi.


Hann er athafnasamur...


árásargjarn...


ófeiminn...


ungur...


hugaður...


grimmur.


Hann er fínn.


Ágætt.


Við getum litið á álmu C.


Nei, nei. þetta er nóg.
Hann er fullkominn.


Sendið mér gögn hans.


þessum unga grimma manni...


verður breytt svo að
óþekkjanlegur verður.


þakka þér ynnilega
fyrir þessa breytingu.


Við vonum að þér
farnist vel, drengur minn.


-Förum á skrifstofunna mína.
-þakka þér fyrir.


Kom inn!


Herra!


655321 . Herra.


Ágætt, foringi.


Að línunni.
Tærnar fyrir aftan.


Fullt nafn og númer
fyrir fangelsisstjórann.


Alexander DeLarge, herra.
655321, herra.


þú veist líklega ekki
hver þetta var í morgun.


þetta var sjálfur
innanríkisráðherrann.


Nýji innanríkisráðherrann.


Nýjabrum eins og þeir kalla það.


þessar nýju hlæjulegu
hugmyndir eru komnar.


En skipanir eru skipanir.


þó vil ég segja þér í
trúnaði að ég er á móti þessu.


Ég segi, auga fyrir auga.


Ef einhver slær þig,
slærðu þá ekki til baka?


Af hverju ætti ekki ríkið,
sem þið villingarnir misþyrmið...


að slá til baka líka?


Nýja kenningin segir "nei."


Samkvæmt nýju kenningunni
á að breyta vondum í góða.


Og það sýnist mér vera
stórkostlega óréttlátt.


Snarhaltu kjafti,
úrþvættið þitt!


þér á að breyta.


Á morgun, ferðu til
manns sem heitir Brodsky.


þú ert á förum héðan.


þú verður fluttur á
Ludovico-sjúkrastofnunina.


Sagt er að þú munir losna úr
varðhaldi eftir hálfsmánaðartíma.


Ég ímynda mér að það gleðji þig?


Svaraðu spurningu fangelsisstjórans!


Já, herra.
þakka þér ynnilega fyrir.


Ég hef gert mitt besta hér,
það hef ég gert, herra.


Ég er mjög þakklátur
fyrir allt, herra.


Undirritaðu þar sem merkið er.


Ekki lesa þetta,
bara undirritaðu.


það segir að þú samþykkir
að breyta dómi þínum...


til að hlýðnast
Ludovico-meðferðinni.


Og þetta.


Og ein enn.


Næst morgun var farið með mig...


á Ludovico-stofnuna...


fyrir utan bæinn.


Ég var örlítið sogmæddur
yfir því...


að þurfa að kveðja gamla grjótið...


eins og alltaf þegar kveðja
þarf stað sem maður hefur vanist.


Ágætt, haldið fanganum.


Góðan daginn, herra.
Barnes hérna.


Ég er með 655321 ...


sem flyst frá Parkmoor
yfir á Ludovico-miðstöðina.


Góðan daginn.
Jú, við áttum von á ykkur.


Ég er doktor Alcot.


Dr. Alcot.


Ágætt, herra.


-Eru þið undirbúin fyrir fangann?
-Já, auðvita.


Gætir þú undirritað þessi
gögn, herra.


þarna, herra.


Og þarna, herra.


Og hérna.


þá er það komið.


Fangafylgd, halda af stað.


Stop!


Afsakið mig, herra.


Er þetta sá sem á að
sjá um fangann?


Ein ráðlegging, læknir.
þennan verður þú að passa.


Hann var hrottalegur fantur,
og mun verða það aftur...


þrátt fyrir allan hans
biblíulestur.


Við getum séð um þetta.
Sýnið honum herbergið hans.


Ágætt, herra. þessa leið.
Gerið svo vel.


-Daginn, Charlie.
-Góðan dag, læknir.


Góðan daginn, Alex.


Ég heiti dr. Branom. Ér er
aðstoðarkona dr. Brodsky.


Góðan daginn, frú.
Frábær dagur.


Mjög góður.


Má ég taka þetta?


-Hvernig líður þér?
-Vel, vel.


Gott. Eftir augnablik
hittir þú Dr. Brodsky...


og síðan byrjar meðferðin.


þú ert mjög heppinn
að hafa verið valinn.


EXP./SERUM
Nr. 114


Ég skil það,
og ég er mjög þakklátur.


Við verðum vinir, er það ekki?


Ég vona það, frú.


Hvað er þetta fyrir?
Á að svæfa mig?


Ekkert svoleiðis.


-Er þetta þá Vítamín?
-Eitthvað þvílíkt.


þú þjáist af næringarskorti. því þarf
að sprauta þig eftir hverja máltíð.


Veltu þér yfir til hægri.


Losaðu buxurnar og
taktu þær aðeins niður.


Hvernig verður þessi
meðferð nákvæmlega?


Hún er mjög einföld.


Við ætlum að sýna þér
nokkrar kvikmyndir.


Eins og í bíói?


Eitthvað í þá áttina.


það er gott.


Ég er hrifinn af gömlu
filmunum við og við.


Og á kvikmyndir horfði ég.


þangað sem farið var með
mig, bræður...


var bíó sem líktist engu
sem ég hafði séð áður.


Ég var settur í spennitreyju...


og hausinn var bundinn
við höfuðpúða...


með vírum sem lágu í allar áttir.


Síðan glenntu þeir upp á mér
augun með augnalokulásum...


svo mér var ókleift að lokað
þeim, sama hvað ég reyndi.


Mér fannst þetta ögn klikkað...


en leyfði þeim að
gera það sem þeir vildu.


Ef ég ætlaði að verða frjáls
drengur eftir 14 döga...


þá varð ég að þola ýmislegt
á meðan, bræður góðir.


Fyrst myndin var mjög góð,
fagmannlega gerð...


eins og um Hollywood
væri að ræða.


Hjóðið var reglulega gott.


Hægt var að heyra öskrin
og stunurnar mjög greinilega.


þú gast jafnvel greint
andardrátt og andköf...


strákanna sem slógust
allt á sama tíma.


Og viti menn?


Fljótlega fór, gamli vinur okkar...


rauða, rauða kranavínið...


það sama alstaðar...


eins og það væri framleitt
af sama fyrirtækinu...


að flæða.


það var fallegt.


Fyndið hvernig litir
raunveruleikans...


eru bara raunverulegir...


þegar maður sér þá á tjaldinu.


Jæja, á þetta horfði
ég allan liðlangan daginn.


Ég fann að mér...


var farið að líða
eitthvað skringilega.


Ég kenndi öllu þessu
heilsufæði og vítamínum um.


En ég gleymdi þessu og
einbeyta mér að næstu mynd...


sem var um unga stúlku...


sem var verið að naugað...


fyrst af einum gaur...


síðan af öðrum.


Síðan öðrum.


þegar sjötti eða
sjöundi gaurinn...


fór hlæjandi upp á hana...


fór mér að líða
reglulega illa.


En ég gat ekki
lokað augunum.


Og jafnvel þó ég reyndi
að horfa eitthvað annað...


komst ég ekki hjá því...


að sjá þessa mynd.


Losið mig.


Mér er óglatt.


Ég þarf eitthvað
til að æla í.


Mjög fljótlega, mun lyfið
láta sjúklinginn...


finna fyrir lömun sem líkist dauða...


og einnig djúpum hryllingi
og hjálparleysi.


Einn af okkar fyrstu tilraunasjúklingum
lýsti þessu eins og að vera dáinn.


Köfnunar- eða
drukknunartilfinning.


Við fundum út að á þessu stig...


mun sjúklingurinn finna
bestu samsvaranir...


á milli hörmulegrar
reynslu, umhverfis...


og ofbeldisins sem hann
er að horfa á.


Dr. Brodsky er mjög
ánægður með þig.


Viðbrögð þín hafa
verið mjög jákvæð.


Á morgun hittumst við
um morguninn og seinni partinn.


Á ég að horfa á þetta
tvisvar á einum degi?


Ég veit að þetta
er erfitt fyrir þig.


Harkan er eina leiðin
ef á að lækna þig.


þetta var hroðalegt.


Auðvitað.


Ofbeldi er hryllilegt.


það ertu að læra einmitt núna.


Líkami þinn er að læra það.


Ég skil bara ekki af hverju
ég verð svona veikur.


Mér leið aldrei svona.
þvert á móti.


Sem gerandi eða áhorfandi,
leið mér alltaf mjög vel.


þér leið illa í dag
af því þér er að batna.


þegar við erum heilbrigð, eru
viðbrögð okkar við ofbeldi...


hræðsla og ógleði.


þú ert heilbrigðari,
það er allt og sumt.


á sama tíma á morgun
verður þú enn heilbrigðari.


það var næsta dag,
bræður...


ég hafði sannarlega
gert mitt best...


frá morgi til kvölds
lék ég leik þeirra...


og sat eins og góður og
þægur drengur...


í píningarstólnum...


meðan þeir sýndu hryllilegt
ofurofbeldi á tjaldinu...


en hljóði var öðruvísi,
því hljóðið var hljómlist.


þá tók ég eftir,
í allri vanlíðan minni...


hvaða hljómlist þetta var
sem skall á mér.


það var Ludwig van.


Níunda sinfónian. Fjórði kaflinn.


Stöðvið þetta!
Ég grátbið ykkur!


þetta er synd!


þetta er synd!


Synd?


Hvað ertu að tala um synd?


þetta!


Að nota Ludwig van svona.
Hann gerði engum neitt.


Beethoven samdi bara hljómlist.


Ertu að tala um hljómlistina?


þú hefur heyrt Beethoven áður?


Hefurðu gaman af hljómlist?


Ekkert við því að gera.


Ef til vill er þetta refsingin.


Nú ætti fangelsisstjórinn
að vera ánægður.


Alex, mér þykir fyrir þessu.


þetta er þér fyrir bestu.


þú verður að þola þetta
í smátíma.


það er ekki sanngjarnt
að ég þjáist þegar ég hlusta...


á elskulegan Ludwig van.


þú verður að taka
áhættuna, drengur.


þú valdir þetta.


þú þarft ekki að
halda áfram, herra.


þú hefur sannfært mig
um að ofurofbeldi og morð...


er rangt, rangt og
hryllilega rangt!


Ég hef lært af þessu, herra.


Augu mín hafa opnast.


Mér er batnað.
þökk sé guði.


þér er ekki batnað, drengur.


En, herra.


Frú!


Ég skil að þetta er rangt.


þetta er rangt af því
það er á móti þjóðfélaginu.


Af því allir hafa rétt á því
að lifa og vera hamingjusamir...


án þess að vera barðir
og skornir.


Nei, nei, drengur.
Láttu okkur um þetta.


En þú verður að
gleðjast yfir þessu.


Eftir nokkra daga
verður þú frjáls maður.


Herrar mínir og frúr...


nú kynnum við
sjúklinginn sjálfan.


Hann er, eins og sést,
við góða heilsu.


Hann fékk góðan svefn og
góðan morgunmat...


ekki á lyfjum...


ekki dáleiddur.


Á morgun sendum við
hann aftur út í lífið...


eins hvern annan
sómasamlegan dreng.


Miklar breytingar eru í aðsígi.


Fyrir fangann sem ríkið setti inn...


til að afplána gagnlausa
refsingu fyrir tveimur árum.


Óbreyttur eftir tvö ár.


Segi ég óbreyttur?


Ekki alveg.


Fangelsið kenndi honum
falska brosið og hræsni.


Smjaðurlega, slepjulega og
auðvirðlega glottið.


Einnig lærði hann að...


staðfest það sem hann
kunni áður.


Flokkur okkar lofaði
að koma aftur á lög og reglu...


og að gera göturnar öruggar fyrir
venjulega, friðelskandi þegna.


þetta er núna að rætast.


Herrar mínir og frúr,
þetta er sögulegt augnablik.


Ofbeldisvandamálið
verður fljótlega úr sögunni.


En nóg komið af orðum.


Látum verkin tala.


Í gang núna.


Og nemið allt.


Við stöndum og föllum
með þessu, ráðherra.


Ég treysti Brodsky fullkomlega.


Ef kannanirnar eru réttar,
höfum við ekkert að óttast.


Halló drulludeli.


þú þværð þér ekki mikið, er það?
það finnst á lyktinni.


Hví segir þú það?
Ég fór í sturtu í morgun.


Hann fór í sturtu í morgun.


Ertu að reyna að kalla
mig lygara?


Nei, bróðir.


þú hlýtur að halda að
ég sé mjög vitlaus.


Hví gerðirðu þetta, bróðir?


Ég hef ekkert gert þér.


Viltu vita af hverju ég
gerði þetta?


Veistu...


ég geri þetta...


og hitt...


og þetta af því mér er illa við
þína hryllilegu típu.


Og ef þú vilt byrja eitthvað...


gerðu það þá.
Svona!


Gjörðu svo vel.


Mér er illt.


Er þér illt?


Ég er að fara að æla.
Leysið mig.


Viltu standa upp?


Jæja, nú hlustar þú?


Ef þú vilt standa upp...


þá verður þú að
gera eitt fyrir mig.


Hérna.


Hér.


Sérðu þetta?


Sérðu þennan skó?


Ég vil að þú sleikir hann.


Svona nú!


Sleiktu hann!


Og vitið þið hvað,
kæru bræður...


ykkar tryggi vinur og
langþjáði sögumaður...


stakk út úr sér sinni
rauðu tungu...


og sleikti drullugan og
illalyktandi skóinn.


Og aftur!


Hryllilega drápsveikin
byrjaði aftur...


og breytti bardagagleðinni...


í dauðatilfinningu.


Og aftur.


Hreinn og fínn.


þakka þér ynnilega fyrir.


þetta er ágætt svona.


Herra mínir og frúr,
þakka ykkur ynnilega fyrir.


Hún nálgaðist mig...


með ljósið eins og það
væri ljósið af himni ofan.


Og það sem kom upp í huga mér...


var að mig langaði að
taka hana þarna á gólfinu...


með gömlu inn-út aðferðinni.
Grimmilega.


En þá kom veikin
eins og byssubrennd.


Eins og leynilögga
sem hafi verið í felum...


og rauk núna í handtökuna.


þetta er nóg.


þakka þér fyrir.


Takk fyrir, vænan.


þér líður ekki mjög
illa núna, er það?


Nei, herra.
Mér líður mjög vel, herra.


-Gott.
-Var þetta í lagi, herra?


Gekk mér vel?


Ágætlega, drengur minn.
Framúr skarandi vel.


þið sjáið, herrar mínir
og frúr...


sjúklingur okkar
er hvattur til hins góða...


með því að vera
knúinn til hins illa.


Ofbeldishneiginni...


fylgir mikil vanlíðan.


Til að breyta því, verður
sjúklingurinn að skipta...


yfir í alveg gagnstætt
hugarástand.


Einhverjar spurningar?


Val.


Drengurinn hefur
ekkert val, er það?


Eigingirni.


Hræðslan við vanlíðan...


ýtti honum út í þessa
afkáralegu sjálfslægingu.


Óeinlægni hans var mjög sjáanleg.


Hann hætti að vera vondur.


Hann hætti líka að vera
fær um siðferðilegt val.


Padre, þetta eru smáatrið.


Við höfum ekki áhuga á
siðfræðilegum spurningum.


Við höfum aðeins áhuga
á að draga úr glæpum.


Og minnka troðninginn
í fangelsum okkar.


Hann er hinn sanni kristni maður...


tilbúinn að bjóða hina kinnina.


Vill vera krossfestur
heldur en krossfesta.


Hugsunin um að drepa flugu
gerið út af við hann.


Afturhvarf.


Meigi englar guðs gleðjast.


Aðalatriðið er að þetta virkar.


Og næst dag, var vinur
þinn og auðmjúkur sögumaður...


frjáls maður.


KATTAR-K ONA
ALEX MORDINGI FRJÁLS


"GLÆPALÆKNING" STYRKT
LÖG & REGLU STEFNA


Morðingi úr hald:
'Vísindin lækna'


Sonur!


Hæ, hæ, hæ þarna,
elsku foreldrar.


Mamma.


Blessaður, elskan?
Gaman að sjá þig.


-Pabbi.
-Vinur. þetta er óvænt.


-Gott að sjá þig.
-Ertu í góðu formi?


Nú, hvernig líður ykkur?


Bara vel, vel.


Reynum að lenda ekki
í neinu. þú skilur.


Ég er kominn aftur.


Gott að sjá þig.


Af hverju léstu okkur
ekki vita hvað var að gerast?


Ég vildi koma ykkur pabba
að óvörum.


þetta er sko óvænt.
Ögn ruglandi líka.


Við vorum bara að lesa
um þetta í morgunblaðinu.


þú áttir að láta okkur vita.


Ekki það að við séum
ekki glöð að sjá þig aftur...


og læknaður líka, ha?


það er rétt.
þetta er vel gert hjá þeim.


Ég er fullkomlega breyttur.


Sami gamli staðurinn?


það er einkennilegur
maður í sófanum...


nartandi í ristað brauð.


það er Joe.


Hann býr hér núna.


Leigandinn.


það er hann einmitt.


Leigir herbergið þitt.


Blessaðu, Joe.


Er herbergið þægilegt?


Engar kvartanir?


Ég hef heyrt um þig.


Ég veit hvað þú gerðir.


þú varst þínum fátæku, sáru
foreldrum mikil vonbrigði.


Svo núna ertu kominn aftur, ha?


Til að gera elskulegum
foreldrum þínum lífið leitt?


Ég mun ekki leyfa þér það.


Af því þau hafa tekið mér
meira eins og syni...


heldur en leigjanda.


Farið ekki að slást hér,
drengir.


Haltu fyrir mun þér.


þetta er viðbjóðslegt.


Ertu í lagi?


þetta er meðferðin.


þetta er viðbjóðslegt.
Maður missir matarlistina.


Láttu hann vera, Joe.


Heldurðu að við
eigum að gera eitthvað?


Viltu tebolla, sonur sæll?


Hvað gerðu þið við
allar eignir mínar?


það var allt...


tekið í burtu, sonur.


Lögreglan tók allt.


Ný reglugerð, skilurðu...


í bætur fyrir fyrir fórnarlömbin.


Hvað um Basil?


Hvar er snákurinn minn?


Hann lenti í...


slysi.


Hann dó.


Hvað á að gera við mig þá?


Ég meina...


hann er í herberginu mínu.


því er ekki hægt að neita.


þetta er heimili mitt líka.


Hvaða tillögur eru þið með?


Hugsum um þetta, sonur sæll.


Við getum ekki sparkað
Joe bara út.


Ekki bara sisvona, er það?


Ég meina...


hann er í vinnu hérna.


Með tveggja ára samning.


Við gerðum samning.
Er það ekki, Joe?


Sjáðu, sonur...


Joe hefur borgað leigu
næsta mánaðar nú þegar...


því getum við ekki bara
sagt honum...


að fara út, finnst þér það?


Nei, en það er meira
í húfi en það.


Ég meina, ég verð að
hugsa um ykkur tvö...


sem hafið verið mér
eins og faðir og móðir.


það væri ekki rétt af mér
að fara og skilja ykkur tvö...


í höndum þessa unga skrímslis...


sem hefur alls ekki
hagað sér eins og sonur.


Sjáið, hann grætur núna.


En hann er bara leika sér
með ykkur.


Látið hann finna sér herbergi
annars staðar.


Látið hann læra af
mistökum sínum.


Svona vondur strákur á ekki
skilið svona góða foreldra.


Allt í lagi.


Ég skil hvernig í öllu liggur.


Ég hef þjáðst og ég hef þjáðst...


og ég hef þjáðst.


Og allir vilja að ég
haldi áfram að þjást.


þú hefur látið aðra þjást.


það er bara rétt
að þú þjáist reglulega.


þau sögðu mér, frá öllu því
sem þú gerðir...


þegar við sátum hér
við borðið á kvöldin.


Og það var erfitt að hlusta á það.


Mér varð óglatt við
að heyra margt af því.


Allt það sem þú gerðir
móður þinni.


Svona nú.
Núna er allt í lagi.


Rétt.


Ég skal fara núna.


þið munuð aldrei sjá mig aftur.


Ég fer mínar eigin leiðir.


þakka ykkur ynnilega fyrir.
þið munið sjá eftir þessu.


Ekki taka þessu svona, sonur.


Áttu aur, bróðir sæll?


Áttu nokkra aura, bróðir sæll?


Áttu aur, bróðir sæll?


Takk fyrir, bróðir.


Janie Mack!


Detti af mér allar dauðar lýs.


Guð minn almáttugur!


Ég gleymi aldrei andliti,
guð sé lof.


Ég gleymi aldrei andliti.


Láttu mig vera, bróðir.
Ég þekki þig ekki.


þetta er unga eitraða svínið
sem drap mig nætum því.


Hann og vinir hans.


þeir lömdu mig og spörkuð
í mig og kíldu mig.


Stöðvið hann!
Stöðvið hann!


þeir hlógu að blóði mínu
og stunum, þessir morðhundar.


það var líkt og hafsjór af skít,
þegar þessir illa lyktandi...


gamlingjar teigðu sig í
ykkar auðmjúka sögumann...


með sínum veikluðu
höndum og klóm.


þetta var ellin að
berja æskuna.


Og kæru bræður,
ég þorði ekki að gera neitt.


Betra var að láta
berja sig heldur en...


að verða veikur og
fá þessa hryllilegu verki.


Allt í lagi.


Hættið þessu!


Svona nú.
Haldið ríkisfriðinn!


Færið ykkur!
Burt með ykkur!


Hvað er að þér, herra?


Nei, sko.


Jæja, jæja, jæja.


Er þetta ekki Alex litli?


Við höfum ekki sést
lengi, félagi.


Hvernig gengur?


þetta er ómögulegt.


Ég trúi þessu ekki.


Við eldumst.


Við höfum engu að leyna.


Enga galdra, Alex litli.


Starf fyrir tvo sem
komnir eru á vinnualdur:


Lögreglan.


Komdu, Alex.


Förum í göngutúr.


Kom, kom, kom,
litli vinur.


Ég bara næ þessu ekki.


Gömlu dagarnir eru
dauðir og farnir.


Mér hefur verið refsað
fyrir það sem ég gerði.


Ég var læknaður.


það var lesið upphátt
fyrir okkur.


Stöðvarstjórinn las
það allt fyrir okkur.


Hann sagði að þetta
væri mjög góð leið.


En hvað er allt þetta?


það voru þeir sem
völdu mig, bræður.


Haldið þið með þeim,
það getur ekki verið.


þú getur það ekki, Dim.


þú varst sá sem við stríddum
í gamla daga...


kannski ertu að ná fram
hefndum núna. Manstu?


það er lang síðan.


Ég man ekki vel
eftir þeim dögum.


Og ekki kalla mig Dim lengur.


Kallaðu mig, lögregluforingja.


þó munum við margt,
Alex litli.


þetta er til að þú haldi
áfram að vera læknaður.


þetta er nóg.


Aðeins meira.
Hann enn á lífi.


Ertu læknaður núna?


Við eigum eftir að sjást
einhvern tíma aftur, vinur.


HEIMILI


Hvert getur sá farið sem
hvorki á heimili né peninga?


Ég grét yfir sjálfum mér


Heimili, heimili, heimili.


það var heimili
sem ég vildi.


Og heimili fann ég, bræður...


án þess að uppgötva...


hvar ég væri og
hvað hafði gerst þar.


Hver ætli þetta geti verið?


Ég skal athuga það.


Já, hver er?


Afsakið...


Frank, þessi ungi maður
þarf á hjálp að halda.


Guð minn góður!


Hvað kom fyrir þig,
drengur minn?


Og viti menn, kæru bræður
og einu vinir...


þarna var auðmjúkum
sögumanni ykkar...


haldið eins og
hjálparlausu barni...


þegar hann skyndilega
uppgötvar hvar hann var...


og hví hafði hann kannast við
orðið "heimili".


En ég vissi að ég væri öruggur.


Ég vissi að hann mundi ekki
muna eftir mér.


því í þá daga...


notuðum við félagarnir...


grímur, sem gerðu
okkur óþekkjanlega.


Lögreglan.


Viðbjóðslega lögreglan.


þeir börðu mig.


Lögreglan barði mig.


Ég þekki þig!


Er ekki mynd af þér
í blöðunum?


Sá ég þig ekki í
sjónvarpinu í morgun?


Varst þú ekki fórnarlamb
þessara nýju hroðalegu tækni?


Jú, herra.


Ég er einmitt sá, herra.
Ég er fórnarlambið.


þá hefur forsjáin
sent þig hingað.


Pyntaður í fangelsi og
síðan pyntaður af lögreglunni.


þú hefur alla mína samúð.
þú ert ekki sá fyrsti sem kemur.


Lögreglan kemur oft með
fórnarlömb sín hingað í þorpið.


það er mikið lán að þú...


sem ert líka annarskonar
fórnarlamb skulir koma hingað.


þér er kalt og þú skelfur.


Julian...


láttu renna í bað fyrir
þennan unga mann.


Auðvita, Frank.


þakka þér ynnilega fyrir.


Guð blessi þig.


Hann gæti verið hugsanlega
okkar sterkast vopnið...


til að tryggja að stjórnin
falli í þessum kosningum.


það sem stjórnin gortar sig
mest af, herra...


er hvernig hún hefur
tekið á glæpum.


Ungir vandræðamenn
hafa verið ráðnir í lögregluna...


og þar eru þeir gerðir
viljalausir.


Við höfum séð þetta
áður í öðrum löndum.


Nú er komið að okkur.


Áður en við vitum af,
verður einræð komið á.


þessi ungi drengur er talandi
vitni um þessa tillögur.


Fólkið, venjulega fólkið,
verður að heyra og sjá þetta.


það þarf að verja hefð
frelsisins. Sú hefð er allt.


Venjulega fólkinu er sama, já.


það munu selja frelsið
fyrir þægilegra líf.


þess vegna verður að
leiða fólkið.


Stýra því og ýta.


Fínt.


þakka þér fyrir, herra.


Hann verður hér.


Ég syng út í rigningunni


Bara syng út í rigningunni


þetta er frábær tilfinning


Hamingjusamur á ný


Ég hlæ að skýjunum


Dimmum fyrir ofan mig


Í hjart mínu er sólin


Og ég er tilbúinn að elska


Lát stormskýjin hrekja


Alla í burtu


það má rigna og rigna
Ég brosi út að eyrum


Ég mun ganga um götur


Góða kvöldið, herra.


Gott kvöld.


Fallegt af þér að skilja
þetta eftir hérna handa mér.


Enginn var sjáanlegur
svo ég byrjaði bara.


Vonandi var það í lagi, herra.


Auðvitað.


Er maturinn góður?


Frábær, herra. Frábær.


Smakkaðu á víninu.


Takk fyrir, herra.


Skál.


Fyrir betri tímum.


Ætlar þú ekki að fá þér líka?


Heilsan leyfir það ekki.


Nei, takk.


" 1969, Château.


Saint-Estéphe.


Médoc."


Mjög góð tegund.


Mjög góður...


litur.


Ilmar einnig vel.


Fallegt lítið númer.


Skál fyri því.


Mjög svalandi, herra.
Mjög svalandi.


það gleður mig að
þú kunnir að meta góð vín.


Fáðu þér annað glas.


Konan mín...


var vön að sjá um allt
fyrir mig svo ég gæti skrifað.


Konan þín?
Er hún á ferðalagi?


Hún er dáin!


Ég samhryggist þér.


Henni var nauðgað hroðalega.


það var ráðist á okkur
af ungum grimmum villingum...


í nákvæmlega þessu
herbergi sem þú situr í.


þó að ég hafi lamast var
hennar kvöl enn meiri.


Læknarnir sögðu að
það hefði verið lungnabólga...


því hún dó síðar,
í inflúensufaraldri.


Læknarnir sögðu lungnabólga
en ég vissi betur.


Fórnarlamb nútímans.
Grey, grey stúlkan.


Og nú, þú.


Annað fórnarlamb nútímans.


En þér er hægt að hjálpa.


Ég hringdi í nokkra vini
meðan þú varst í baði.


Nokkra...


vini?


þeir vilja hjálpa þér.


-Hjálpa mér?
-Hjálpa þér.


-Hverjir eru þeir?
-Mjög áríðandi fólk.


Og þau hafa mikinn áhuga á þér.


Ætli þetta séu ekki
vinir mínir.


Ég vil ekki angra þig meira.
Ég ætti að fara.


þú angrar mig ekki.
Alls ekki.


Hérna.


Leyfðu mér að hella aftur
í glasið þitt.


Svo þetta er ungi maðurinn?


Komdu blessaður, herra.


Frúr. Gleður mig að
kynnast þér.


Fyrirgefðu að við komum
á þessum tíma dags...


en við heyrðum að
þú værir í vandræðum...


svo við vildum vita
hvort við gætum hjálpað.


Fallega gert, herra.


Mér skildist að þú hafir átt...


óþægilegan...


fund...


með lögreglunni í kvöld.


Jú, ætli þú getir ekki
kallað það það.


Hvernig líður þér núna?


Miklu betur, takk fyrir.


Ertu til í að radda,
svara nokkrum spurningum?


Fínt, herra. Ágætt.


Eins og ég sagði þá
höfum við heyrt um þig.


Við höfum mikinn áhuga
á þínu máli.


-Við viljum hjálpa þér.
-þakka ykkur ynnilega fyrir.


Eigum við að byrja?


Fínt, herra. Ágætt.


Dagblöðin nefndu...


að þú hafir ekki bara verið skilyrtur
gegn kynlífi og ofbeldi...


heldur einnig hafir þú, í ógáti,
verið skilyrtur gegn hjómlist.


Ég held að það hafi ekki
verið að ásettu ráði.


Sjáðu til, frú, ég er mjög...


hrifinn af hljómlist.
Sérstaklega Beethoven.


Ludwig van Beethoven.


-B-E...
-Allt í lagi. Takk fyrir.


Og það bara gerðist
þegar verið var að sýna mér...


sérstaklega vonda
mynd úr gereyðingabúðum...


að hljómlistin í
bakgrunninum var Beethoven.


Svo núna hefur
hljómlist sömu áhrif á þig...


eins og kynlíf og ofbeldi?


Nei, frú. Sjáðu til, ekki
öll hljómlist. Bara sú níunda.


þú meinar níunda
sinfónía Beethovens.


það er rétt. Ég get
ekki hlustað á hana lengur.


þegar ég heyri
þá níundu, líður mér...


mjög skringilega.


Og þá hugsa ég
bara um að deyja.


-Hvað sagðir þú?
-Að deyja.


Ég vil bara deyja friðsamlega...


án alls sársauka.


Líður þér svona núna?


Nei, herra, ekki alveg.


Mér líður samt...


mjög illa.


Sérstaklega andlega.


Ertu enn í...


sjálfsmorðhugleiðingum?


Best er að orða það svona:


Ég er langt niðri
í sjálfum mér.


Framtíðin er ekki björt.


Mér finnst eins og eitthvað
hroðalegt fari að gerast núna.


Vel gert, Frank.


Gætirðu náð í bílinn?


Ég vaknaði.


Sársaukinn og
vanlíðan í mér öllum.


þá uppgötvaði ég
hvað þetta var.


Hljómlistin sem kom
upp í gegnum gólfið...


var gamli vinurinn
okkar, Ludwig van...


og hin hræðilega níunda sinfónía.


Hleypið mér út!


Opnið hurðina!


Svona, opnið hurðina!


Slökkvið á þessu!


Slökkvið á þessu!


Hættið þessu!


Slökkvið á þessu!


Ég bið ykkur!


Slökkvið þetta!


Allt í einu sá ég
hvað varð að gera...


og það sem mig
hafði langað til að gera.


Og það var að
drepa sjálfan mig.


Að ljúka þessu.


Að sprengja mig út úr
þessum vonda og grimma heimi.


Eitt sársaukafullt
augnablik, kannski...


en síðan svefn.


Um alla, alla...


eilífð.


Ô bræður mínir, ég stökk...


og ég féll.


En ég dó ekki.


Ef ég hefði dáið...


þá væri ég ekki hér til
að segja það sem ég hef sagt.


Ég lifnaði við eftir langt,
svart, svart gat...


sem gæti hafa verið miljónir ára.


Hann er kominn til
meðvitundar, læknir.


Stjórnin sökuð um
ómannúðlegar aðferðir


RÁDHERRA SAKADUR
UM ÓMANNÚDLEGAR LÆKNINGR


'Alex ýtt út í sjálfsmorð
af vísindamönnum'


ST JÓRNIN ER MORDINGI
Læknar kæra meðan Alex nær sér


STORMINN LÆGIR LÆKNINGA' DRENGUR
Stjórnin sökuð um að breyta Alex'


Dauðaboð Alex verk sérfræðinga
Ráðherra fyrir árásum


Halló, vinur.


Halló, sonur.


Hvernig ertu?


Líður þér betur?


Hvaða...


rétt...


ó pabbi og mamma?


Af hverju...


haldið þið...


að þið séuð velkomin hér?


Svona, svona, móðir.
þetta er allt í lag.


Hann meinti þetta ekki.


þú varst aftur í blöðunum, sonur.


þau sögðu...


að þeir hefðu beitt þig
miklu ranglæti.


þau sögðu...


hvernig stjórnin...


rak þig til að fremja...


sjálfsmorð.


Og ef maður hugsar
um það, sonur sæll...


þá var það líka okkur að kenna...


svona óbeint.


Heimili þitt er þitt heimili...


þegar öllu er á botninn hvolft,
sonur.


-Góðan daginn.
-Góðan daginn, læknir.


-Hvernig líðu þér í dag?
-Vel.


Gott. Má ég?


-Ég er dr. Taylor.
-þig hef ég ekki séð áður.


Ég er geðlæknirinn þinn.


Geðlæknir!
þarf ég einn?


þetta er bara venja hér.


Munum við tala um kynlíf mitt?


Ég ætla að sýna þér
nokkrar myndir...


og þú ætlar að segja
mér hvað þér finnst um þær.


Ágætt.


Veistu eitthvað um drauma?


Jú, eitthvað.


-Kanntu að ráða drauma?
-Ef til vill.


Er eitthvað sem angrar þig?


Nei, eiginlega ekki...


en mig dreymir oft
sama vondan drauminn.


Mjög vondur.


Til dæmis...


þegar ég var allur
í klessu, veistu...


og hálf vakanaðu
og en samt meðvitundarlaus...


þá dreymdi mig þennan
draum aftur og aftur.


Allir þessir læknar voru
að fikta í höfðinu á mér.


Skilurðu, inn í heilanum á mér.


Mig dreymir þennan
draum aftur og aftur.


Heldur þú að þetta þýði eitthvað?


Sjúklingar með meiðsli
eins og þín, dreyma oft svona.


þetta er allt hluti af
bataferlinu.


Nú jæja, allar myndirnar
þurfa svar...


frá fólkinu á myndunum.


þú segir mér hvað
persónan muni segja.


Allt í lagi?


Í lagi-lagi.


"Eru ekki fjaðrirnar fallegar?"


Ég á bara að segja
það sem persónan segir?


Ekki hugsa of lengi.


Segðu það fyrst sem
kemur upp í huga þér.


Kál. Pokabuxur.


það er enginn gokkur.


Gott.


"Drengurinn sem þú reyfst alltaf
við er mjög veikur."


Hugur minn er tómur...


og ég skal klessa á þér
í andlitið fyrir þig, eistu.


Gott.


"Hvað viltu?"


Enginn tími í gamla inn-útið,
elskan. Ég les bara af mælinum.


Gott.


"þú seldir mér draslúr.
Ég vil fá endurgreitt."


Veistu hvað þú mátt gera
við úrið? Boraðu því upp í rassinn.


"þú ræður hvað þú gerir
með þessi."


Egg.


Gaman væri að...


brjóta þau.


Og tín þau öll upp...


og henda...


Andskotans helvíti!


Jæja. þetta er búið.


Er í lagi með þig?


það vona ég.


Erum við búin?
Ég hafði bara gaman af þessu.


Gott. það gleður mig.


Hvað náði ég mörgum réttum?


þetta próf er ekki þannig.


Mér sýnist að þér sé að batna.


Hvenær fæ ég að fara?


það er stutt í það.


Svo ég beið.


Og, ó bræður mínir...


mér batnaði mikið...


hámaði í mig egg
og ristað brauð...


og stórar steikur.


Síðan einn daginn...


var mér sagt að ég ætti
von á mjög sérstökum gesti.


Bíðið aðeins fyrir utan,
foringi.


Ég er hræddur um að
við séum á eftir áætlun.


Sjúklingurinn er að
borða kvöldmat.


það er allt í lagi, ráðherra.
Alls engin vandræði.


-Góða kvöldi, drengur minn.
-Hæ þarna, litli vinur.


Hvernig gengur hjá þér,
ungi maður.


Ágætlega, herra.
Bara ágætlega.


Er eitthað fleira
sem ég get gert fyrir þig?


Ekki held ég það,
Sir Leslie.


þá skal ég ekki ónáða
ykkur meira. Hjúkrunarkonur.


það er eins og þú hafir
alla deildina útaf fyrir þig.


Já, herra.


Já, þetta er einmannalegur
staður...


sérstaklega þegar ég get ekki sofið
á nóttinni út af verkjum.


Jæja, gott að sjá að
þú ert að bæta ráð þitt.


Ég er alltaf í sambandi
við sjúkrahúsið, auðvita.


Og núna hef ég komið
og heimsótt þig persónuleg...


til að sjá hvernig þér líði.


Ég hef þolað kvalir fordæmdra.


K valir fordæmdra.


Já, ég met það mikils
að þú hafir haft sérstakleg...


Ó, sjáðu. Leyfðu mér
að hjálpa með þetta, á ég?


Ég get sagt þér, að mér og
stjórninni, sem ég er í...


þykir mjög leitt að
svona hafi farið. Mjög leitt.


Við reyndum að hjálpa þér.


við fórum eftir ráðleggingum
sem voru síðan einskis virði.


Rannsóknarnefnd mun finna
einhvern sem ber ábyrgð á þessu.


Við viljum líta á okkur sem vini.


Við munum koma þér á réttan kjöl.


þú færð bestu meðferðina.


Við ætluðum aldrei að skaða þig.


En sumir ætluðu og ætla enn.


Og ég held að þú vitir
hverjir það eru.


það er visst fólk sem
vill nota þig í stjórnmálum.


þau hefðu glaðst
yfir dauða þínum...


því þá hefðu þau getað
sakað stjórnina um dauða þinn.


það er einnig viss maður...


rithöfundur skaðlegra bókmennta...


sem hefur verið vælandi
eftir blóði þínu.


Hann hefur brjálast af löngun
til að stinga þig með hnífi.


þú þarft ekki að óttast
hann lengur.


Við komum honum fyrir.


Hann fann út að þú hafðir
beitt hann miklu óréttlæti.


Að minstakosti trúði hann því
að þú hafir gert eitthvað rangt.


Hann fékk þá hugmynd að
þú værir ábyrgur...


fyrir dauða einhvers
nákomins ættingja.


Hann var ógn.


Við komu honum fyrir
til að vernda hann sjálfan.


Og einnig þig.


Hvar er hann núna?


Við komum honum fyrir þar sem hann
getur ekki skaða þig.


þú sérð að við erum að
hugsa um hag þinn.


Við höfum áhuga á þér.


þegar þú ferð, þarftu engar
áhyggur að hafa. Við sjáum um allt.


þú færð góða vinnu og góð laun.


Hvaða vinna og hvað mikið?


þú munt fá áhugavert starf
á launum sem þú telur mátuleg.


þú færð ekki bara greitt fyrir starfið
sem þú verður ráðinn í...


heldur líka bætur fyrir það sem
þú þurftir að þola...


og líka af því að þú
ert að hjálpa okkur.


Hjálpa ykkur?


Hjálpum við ekki alltaf
vinum okkar?


það er ekkert leyndarmál
að þessi stjórn...


hefur tapað miklu fylgi
vegna þín, drengur minn.


það er fólk sem heldur að
við förum frá í næstu kostningum.


Fjölmiðlar völdu sér mjög
óréttláta skoðanir...


á því sem við reyndum að gera.


En almenningálitið
getur breyst á skömmum tíma.


Og þú, Alex...


Ef ég má kalla þig Alex...


Auðvita. Hvað ertu
kallaður heima hjá þér?


Ég heiti Fredrick.


Eins og ég var að segja, Alex...


þá gætir þú hjálpað mjög við að
breyta dómi almennings.


Skilur þú það, Alex?


Er þetta nógu skírt?


Allt á tæru, Fred.


Eins tært og heiðblár
himin á hásumarsdegi.


þú getur treyst mér, Fred.


Gott.


Góður drengur.


Mér skilst að þú hafir mjög
gaman af hljómlist.


Ég er með svolítið
óvænt handa þér.


Eitthvað óvænt?


Ég vona að þér líki þetta...


sem...


Hvernig get ég orðað þetta?


Sem tákn um nýjan skilning okkar.


Sem tákn um gagnkvæman
skilning tveggja vina.


Ég var aldeilis læknaður.